Moka Mera Lingua er ókeypis tungumála-app fyrir börn á leikskólaaldri. Engar auglýsingar eða tenglar eru í appinu. Hægt er að sækja það án endurgjalds. Ekki er hægt að gera nein kaup í gegnum appið. Moka Mera Lingua er þróað og framleitt í Finnlandi og byggist á finnskum kennsluaðferðum fyrir ung börn. Moka Mera Lingua er þróað í samvinnu við kennara, rannsakendur og börn. Börn sem nota appið læra ný tungumál á einfaldan hátt með því að eiga í samskiptum við skemmtilegar verur, og fara í einfalda leiki. Engir skrifaðir textar eru í appinu og lestrarkunnátta því ekki nauðsynleg. Við notum aðferðina „lærdómur í krafti leiks“ sem sameinar nám og leik á vísindalega sannaðan hátt. Moka Mera Lingua er ekki línulegur leikur. Börn geta leikið sér og kannað efnið í hvaða röð sem er.
Í Moka Mera Lingua eru tvær verur sem tala mismunandi tungumál; hákarlinn Atlas og litla skrímslið Moka Mera. Einfalt er að velja tungumál úr tungumálavalmyndinni í samræmi við móðurmál barnsins og tungumálið sem það vill læra. Appið inniheldur hversdagsleg orð og setningar. Barnið lærir grunnorðaforða og réttan framburð.
Tungumál í boði eru arabíska (Austurlönd), danska, enska, finnska, franska, íslenska, kínverska (mandarín), norska, rússneska, þýska, spænska og sænska.
Atlas og Moka Mera búa í trjákofa með fjórum herbergjum. Hvert herbergi býður upp á mismunandi afþreyingar. Á meðan leiknum stendur finna verurnar fyrir ýmsum þörfum. Þær finna til þreytu, svengdar eða vilja leika sér og þá getur leikurinn færst á milli herbergja. Ef barnið skilur ekki nýja tungumálið sem skrímslið Moka Mera talar, getur það alltaf pikkað á hákarlinn Atlas sem endurtekur sömu orð á móðurmáli barnsins.
Leikherbergið
Hér geta Atlas og Moka Mera hlustað á lag Moka Mera í útvarpinu, vökvað plöntuna eða spilað á trommur og hristur.
Smáleikurinn „Páfagaukatréð“.
Hægt er að fara inn í tréð og taka upp sína eigin rödd á meðan maður nefnir allt að 70 mismunandi hluti. Hægt er að hlusta á upptökuna. Fíllinn, kýrin og froskurinn nota líka furðugaldra og breyta röddinni!
Eldhúsið
Þegar Atlas og Moka Mera finna til svengdar er farið í eldhúsið þar sem barnið getur útbúið snarl sem verurnar biðja um og um leið lært nöfnin á algengum matvælum.
Smáleikurinn „Uppþvottur“
Þegar búið er að borða þarf að vaska upp. Ekki gleyma að nota nóg af vatni og uppþvottalegi þegar leirtau og hnífapör eru vöskuð upp!
Baðherbergið
Á baðherberginu er almennu hreinlæti sinnt með Atlas og Moka Mera. Hægt er að þvo, skola og þurrka hendur.
Smáleikurinn „Baðkarið“
Æfið nöfnin á litunum með Atlas og Moka Mera sem þarfnast aðstoðar við að veiða hluti í mismunandi lit upp úr baðkarinu.
Svefnherbergið
Tveir mismunandi smáleikir eru í svefnherberginu.
Smáleikurinn „Að telja kindur“
Atlas og Moka Mera fá aðstoð við að sofna með því að láta kind hoppa yfir girðingu. Í leiðinni lærir barnið að telja frá einum og upp í tuttugu.
Smáleikurinn „Sjónaukinn“
Atlas og Moka Mera þurfa hjálp við að finna mismunandi hluti hér og þar í bænum. Getið þið fundið hringekjuna, slökkviliðsbílinn eða sjóskrímslið með sjónaukanum?
Við tökum friðhelgi barns þíns alvarlega. Moka Mera Lingua hefur enga netvirkni og safnar engum gögnum. Það inniheldur engar auglýsingar né ytri tengla og ekki er hægt að gera kaup í gegnum appið. Einn af smáleikjunum notar hljóðnema og biður um leyfi til þess. Upptökur eru ekki vistaðar. Appið notar ekki nettengingu.
Frekari upplýsingar má finna á mokamera.com.